Réttað í Hraunsrétt í dag

Hraunsrétt í Aðaldal er ein ef ekki fallegasta og merkilegasta fjárrétt á Íslandi. Þar býr einnig fallegasta fólkið að sjálfsögðu. Í dag komu bændur og búalið í Aðaldal saman til að rétta í frekar leiðinlegu veðri. Vegna sóttvarnarreglna var aðgengi gesta að réttinni takmarkað þetta árið. Réttirnar fóru vel fram og voru bændum í Aðaldal til mikils sóma. Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag.