Vilt þú hafa áhrif á málefni ungs fólks?

Innan Framsýnar er starfandi kraftmikið ungliðaráð á aldrinum 16-35 ára sem skipað er til eins árs í senn. Skipunin fer fram á fundi Framsýnar í október á hverju ári. Ungliðaráðið skal skipað fjórum félagsmönnum. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda. Leitast skal við að kynjaskiptingin sé jöfn í ráðinu. Ungliðaráðið starfar á vettvangi Framsýnar undir heitinu FRAMSÝN-UNG og starfar náið með stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að þeim málefnum sem aðilar ákveða að vinna að hverju sinni með sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar- stéttarfélags. Þá skal ungliðaráðið vera tengiliður Framsýnar við starf ungliða á vettvangi ASÍ á hverjum tíma. Frá fyrstu tíð hefur starfsemi Framsýnar-ung verið mjög kraftmikið og skemmtilegt. Við viljum skora á ungt og áhugasamt fólk að gefa kost á sér í stjórn en kjörtímabilið er eitt ár, það er frá október á hverju ári. Stjórn Framsýnar- ung á hverjum tíma gefst tækifæri á að sitja alla stjórnar- og trúnaðarráðsfundi Framsýnar. Hafir þú áhuga fyrir því að taka þátt í öflugu starfi er þér bent á að senda netpóst á netfagnið kuti@framsyn.is. Koma svo!

Það er ekkert smá frjósemi í gangi hjá stjórn Framsýnar-ung. Hér má sjá þrjár af fjórum stjórnarkonum í Framsýn-ung. Þetta eru þær Elva, Guðmunda Steina og Sunna. Á myndina vantar Heiðu Elínu sem komst ekki á aðalfund Framsýnar en myndin var tekin á aðalfundinum.