Vilt þú eiga notalega stund í Dranghólaskógi

Framsýn stéttarfélag á orlofshús í Dranghólaskógi sem er við Lund í Öxarfirði. Húsið er afar vinsælt enda á mjög fallegum stað í skóginum. Orlofshúsið var í fullri leigu í sumar. Áhugasamir félagsmenn geta fengið það leigt í september og jafnvel í október líka enda verði tíðafarið í lagi, það er einstaka daga, viku- eða helgarleigu. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.