Almennt atvinnuleysi var 7,9% í júlí. Er það nokkur aukning frá fyrri mánuðum, en það var 7,5% í júní og 7,4% í maí. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hratt og var komið niður í 0,9% í júlí, samanborið við 2,1% í júní og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest. Vinnumálastofnun hefur tekið saman þessar upplýsingar.