Dittað að Húsavíkurkirkju

Stjórnmálaleiðtoginn og málarameistarinn, Guðmundur H. Halldórsson, veit ekki að því mála kirkjuturninn á Húsavíkurkirkju í tæplega 26 metra hæð, einu, ef ekki fallegasta guðshúsi landsins. Myndin var tekin fyrir helgina þegar Guðmundur var við störf í ágætu veðri enda ekki annað hægt við svona aðstæður.

Til fróðleiks má geta þess að núverandi Húsavíkurkirkja var vígð 2. júní 1907. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem er krosskirkja, byggð úr norskum við. Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust.

Turn kirkjunnar er 26 m hár.  Hún er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni.  Freymóður Jóhannesson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna að innan árið 1924. Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31.  Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.

Nánar má lesa um sögu kirkjunnar á heimasíðu hennar.

http://husavikurkirkja.is/sokn/kirkjulysing/

Vinna sem þessi er ekki fyrir lofthrædda.