Staðan tekin

Helga Ingólfsdóttir stjórnarmaður í VR átti leið um Húsavík fyrir helgina en hún er á ferðalagi um landið. Helga var um tíma einnig í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Hún notaði tækifærið og heilsaði upp á formann Framsýnar. Að sjálfsögðu var staðan tekin í verkalýðshreyfingunni og komandi þing ASÍ. Eins og fram hefur komið á heimasíðunni, hefur verið ánægjulega gestkvæmt á Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar og fjölmargir góðir gestir komið í heimsókn.