Svavar og Guðrún litu við

Heiðurshjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í gær en þau eru á ferðalagi um Norðurlandið þessa dagana. Þau hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu. Svavar er fyrrum alþingismaður, ráðherra og sendiherra og Guðrún var einnig mjög virk í félagsmálum og stjórnmálum en hún satt m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur og var um tíma forseti borgarstjórnar. Að sjálfsögðu var tekin góð umræða um verkalýðs- og stjórnmál.