ASÍ, BSRB, BHM, KÍ og ÖBÍ skrifuðu í dag undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að hagur öryrkja verð bættur. Kröfurnar eru settar fram í þremur liðum:
1. Lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð þannig að fólki sé ger kleift að lifa mannsæmandi lífi.
2. Skerðingar verði endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði, hvort sem er að hluta eða tímabundið og að dregið verði úr tekjuskerðingum vegna lífeyristekna.
3. Störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Í yfirlýsingunni segir m.a. að það sé allra hagur að bæta kjör öryrkja og sjá til þess að enginn sé dæmdur til fátæktar þó starfsgeta láti undan. Það er dýru verði keypt fyrir alla þegar fólk er svipt virðingu og getu til athafna.
Segja má að þetta sé í anda Framsýnar sem lengi hefur barist fyrir auknu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar við samtök eins og ÖBÍ og önnur þau samtök sem vinna með velferð fólks í huga.