Stjórnarfundur á mánudaginn

Stjórn Framsýnar mun koma saman til fundar á mánudaginn kl. 16:00. Fundað verður í gegnum netforrit. Á fundinum verða nokkur málefni til umræðu, s.s. málefni Skrifstofu stéttarfélaganna, samstarfið við sveitarfélög og önnur stéttarfélög vegna Covid 19, málefni ASÍ, formannafundur SGS í haust og uppgjörsmál vegna sjómanna um borð í frystitogurum.