Sveitamennt og Ríkismennt – rýmkaðar reglur

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert.

Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.

Breytingar á úthlutunarreglum einstaklingsstyrkja eru eftirfarandi:

  • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við almennt nám. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

Til viðbótar viljum við minna á að sl. tvö ár hafa þessir tveir sjóðir verið með samninga við símenntunarmiðstöðvar sem tryggja fulla fjármögnun námskeiða. Samingarnir gilda gagnvart þátttöku félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Sveitarfélögum (Sveitamennt) og hjá ríkisstofnunum (Ríkismennt) á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 863 6480 eða á tölvupósti, kristin@landsmennt.is