Út eru kominn uppfærsla á upplýsingabæklingum Framsýnar. Þetta er í þriðja skiptið sem þeir koma út í þessu formi. Í þeim má finna allar helstu upplýsingar um hvaða kostir eru í boði fyrir meðlimi, svo sem þegar kemur að styrkjum, orlofskostum og fleira í þeim dúr.
Bæklingurinn er fáanlegur á þremur tungumálum, ensku, pólsku og að sjálfsögðu íslensku. Um leið og Skrifstofa stéttarfélaganna opnar aftur fyrir gestum mun dreifing á bæklingunum hefjast en hægt verður að nálgast hann þar.