Erlingur Bergvinsson hefur lengi komið að því að skoða bíla og önnur tæki sem falla undir reglur um skoðun ökutækja og annarra fylgihluta. Síðar í þessum mánuði mun hann láta af störfum hjá Frumherja á Húsavík eftir áratuga farsælt starf. Í heildina hefur hann komið að skoðun ökutækja í rúmlega þrjá áratugi, lengst af á Húsavík eða í 27 ár. Áður starfaði hann við skoðun ökutækja á Akureyri. Erlingur eða Elli eins og hann er nefndur hefur verið farsæll í starfi, enda alltaf gott að leita til hans á skoðunarstöðina á Húsavík. Þegar starfsmaður Þingiðnar kom við til að láta skoða bíllinn hjá sér var Elli í sérstökum búningi. Ekki vegna þess sem var kominn til að láta skoða bíllinn sinn, heldur vegna Covid 19 þar sem allur er varinn góður á þessum tímum.