Stjórn Framsýnar fundar á þriðjudaginn

Stjórn Framsýnar mun funda þriðjudaginn 7. apríl kl. 16:00 í gegnum zoom forritið til að virða reglur heilbrigðisyfirvalda. Með á fundinum verða stjórnarmenn í Framsýn-ung. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins:

 1. Inntaka nýrra félaga
 2. Fundargerð síðasta fundar
 3. Kjarasamningur SGS við ríkið
 4. Málefni Skrifstofu stéttarfélaganna
 5. Hátíðarhöldin 1. maí
 6. Aðalfundur félagsins
 7. Staða sjúkrasjóðs
 8. Orlofsmál
 9. Samstarf v/ Covid 19
 10. Málefni ASÍ
 11. Málefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
 12. Fulltrúaráðsfundur Lsj. Stapa 6. apríl
 13. Önnur mál