Stéttarfélögin hafa ákveðið að koma til móts við félagsmenn og lækka leiguverðið á sumarhúsunum og íbúðum stéttarfélaganna til félagsmanna sumarið 2020. Þannig vilja félögin koma til móts við félagsmenn á erfiðum tímum.
- Gjald fyrir vikudvöl í orlofshúsi/íbúð sumarið 2020 verður kr. 20.000 í staðinn fyrir kr. 29.000.
- Umsóknarfresturinn verður framlengdur til 30. apríl. Í fyrri auglýsingum var hann auglýstur til 15. apríl.
Það er von stéttarfélaganna að Covid 19 verði gengin yfir og félagsmenn verði duglegir við að ferðast innanlands í sumar. Gaman saman kæru félagar og fjölskyldur.
Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Framsýn stéttarfélag
Verkalýðsfélag Þórshafnar
Starfsmannafélag Húsavíkur
Þingiðn, félag iðnaðarmanna