Skrifstofa stéttarfélaganna lokar fyrir heimsóknir

Vegna Covid-19 faraldursins hafa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum ákveðið að takmarka aðgengi  félagsmanna að starfsmönnum skrifstofunnar með því að loka fyrir heimsóknir á skrifstofuna um óákveðin tíma. Þetta er gert með velferð félagsmanna að leiðarljósi.

Stéttarfélögin munu halda úti þjónustu eins og kostur er í gegnum síma og með rafrænum hætti.

Ef þið þurfið að skila inn umsóknum vegna greiðslna úr sjúkrasjóði, fá ráðgjöf eða aðrar upplýsingar má senda okkur tölvupóst. Þá hefur einnig verið komið upp póstkassa við hurðina á Skrifstofu stéttarfélaganna þar sem hægt er að skila inn lyklum af íbúðum og öðrum gögnum sem berast þurfa stéttarfélögunum s.s. umsóknum um styrki eða orlofshús velji menn að skila þeim í pappírsformi.

 Aðalsteinn Árni Baldursson                        kuti@framsyn.is  

Jónína Hermannsdóttir                                 nina@framsyn.is

Linda M. Baldursdóttir                                  linda@framsyn.is

Aðalsteinn J. Halldórsson                             adalsteinn@framsyn.is

Haukur Sigurgeirsson                                     Bokhald@framsyn.is

Ágúst S. Óskarsson                                          virk@framsyn.is

Við munum einnig setja inn fréttir og upplýsingar inn á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is eftir þörfum og á facebooksíðu félagsins. Símanúmerið er 4646600.

Beðist er velvirðingar á þessari skertu þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna.

Starfsfólk stéttarfélaganna