Nú liggur fyrir að fjölmörg fyrirtæki, munu nýta sér breytingar á lögum nr.54/2006 um atvinnuleysistryggingar eða svokallaðar Hlutabætur.
En þessi lög eiga að hjálpa fyrirtækjum að halda ráðningarsamningi við sitt starfsfólk við þessar fordæmalausu aðstæður sem upp hafa komið vegna COVID 19.
Stéttarfélögin vilja hvetja félagsmenn sína til þess að kynna sér réttarstöðu sína vel og vandlega en fjölmargar upplýsingar er hægt að finna inná vef ASÍ.
Einnig er komin upp reiknivél sem félagsmenn geta notað til að sjá hvernig hlutbætur koma út miðað við skert starfshlutfall.
Reiknivélin virkar þannig að fólk slær inn núverandi starfshlutfall og síðan inn skert starfshlutfall og mánaðarlaun, þá á fólk að geta séð hvernig laun frá atvinnurekenda og frá atvinnuleysistryggingarsjóði koma út í heildina. Rétt er að ítreka það að laun frá 400.000 kr. og niður munu ekki skerðast.