Framundan er tími skattframtalsskila. Þrátt fyrir að framtalsskil séu orðin býsna einföld fyrir lang flesta þá eru form og upplýsingar að mestu á íslensku hjá skattinum. Fyrir því eru ýmsar ástæður m.a. tæknilegar. Ekki er ólíklegt að þetta muni breytast á allra næstu árum enda starfa þúsundir erlendra starfsmanna á Íslandi á hverjum tíma sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Mikilvægt er að unnið verði markvist að því að auðvelda erlendum starfsmönnum að gera skil á skattaskýrslum.
Í viðleitni til að auðvelda þeim framtalsskil sín hafa nú verið gefnar út leiðbeiningar á ensku og pólsku sem ættu í mjög mörgum tilvikum að nægja til að viðkomandi geti sjálfir gengið frá og skilað skattframtali. Hér er slóðin: https://www.rsk.is/filingtaxreturn. Leiðbeiningarnar eru einnig til í prentuðu formi hjá Ríkisskattstjóra.