Samkomulag um kjör starfsmanna við afþreyingarþjónustu

Í síðustu kjarasamningum Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að var gerður sérkjarasamningur sem gildir um samsett störf (afgreiðslu- og þjónustustörf) hjá afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtækjum, þar sem starfsmenn sinna jafnt afgreiðslu, bókunum, símaþjónustu og sambærilegum  verkefnum, samsett störf. Störf sem falla undir samninginn eru m.a. afgreiðsla í hvalaskoðunarfyrirtækjum, hestaleigum, fjallaferðum, ferjum, bílaleigum, söfnum, leikhúsum, hópferðabifreiðum og sala á ferðum inni á hótelum.