Stéttarfélögin hafa átt mjög gott samstarf við starfsmenn Flugfélagsins Ernis allt frá þeim tíma að flugfélagið hóf flug til Húsavíkur. Á dögunum litu tveir góðir sarfsmenn Ernis við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fyrr um daginn höfðu þeir verið á fundi með starfsmönnum flugvallarins á Húsavík. Hér má sjá þá félaga, Ævar og Daða Frey á tali við starfsmenn stéttarfélaganna, Nínu og Lindu.