Orðsending til trúnaðarmanna Framsýnar/Þingiðnar

Stéttarfélögin standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði dagana 16 – 17 apríl nk. Námskeiðið verður haldið á Húsavík. Skráning fer fram hjá Félagmálaskóla alþýðu og  þar er hægt að skrá sig inn á Mínar síður eða með rafrænum skilríkjum   https://www.felagsmalaskoli.is/ Missið ekki af þessu – svona námskeið eru nefnilega bæði fræðandi og skemmtileg. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga trúnaðarmenn rétt á að sækja slík námskeið á vinnutíma án skerðingar launa.