Orlofsnefnd stéttarfélaganna, það er Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar fundaði fyrir helgina um orlofsmál. Til stendur að bjóða félagsmönnum upp á sambærilegt framboð af orlofstkostum árið 2020 og var á síðasta ári. Ekki er annað að heyra en að félagsmenn séu ánægðir með stöðu mála hjá félögunum og með þá kosti sem eru í boði fyrir félagsmenn. Reiknað er með að gefa út fréttabréf í mars með þeim orlofshúsum og öðrum kostum sem verða í boði í sumar. Þá verður einnig auglýst sumarferð stéttarfélaganna sem er í vinnslu. Verð til félagsmanna verður mjög svipað og var síðasta sumar eða kr. 29.000 per viku í orlofshúsi.
Karl Halldórsson frá STH og Linda orlofssérfræðingur stéttarfélaganna velta fyrir sér orlofskostum sumarið 2020.