Ný upplýsingasíða um kjarasamning SGS/Framsýnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú komin í loftið. Slóð á upplýsingasíðuna: http://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-vid-sveitarfelogin-2020/. Á henni má finna upplýsingar um kjarasamninginn og atkvæðagreiðsluna. Ýtarlegri upplýsingar um atkvæðagreiðsluna verða settar inn um leið og þær liggja fyrir en hún verður rafræn. Á næstu dögum verður hægt að kjósa með því að fara inn á heimasíðu Framsýnar. Kjörgögn og upplýsingar eru á leiðinni til starfsmanna sveitarfélaga og Hvamms sem eru á kjörskrá, samtals 272 starfsmenn fyrir utan starfsmenn Tjörneshrepps.