Ríkið á villigötum – samningsvilji ekki til staðar

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna kjarasamninga við Fjármálaráðherra f.h. Ríkissjóðs samþykkti á fundi í dag fyrir hönd 18 aðildarfélaga, þar á meðal Framsýnar, að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara.

Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af samningafundi í gær og ganginum í viðræðum undanfarna mánuði, en kjarasamingurinn rann út 31. mars 2019.

Jafnframt var farið fram á það við sáttasemjara að hann boði til fundar eins skjótt og auðið er, enda algerlega óástættanlegt að launafólk bíði mánuðum saman eftir því að sest sé að samningaborðinu af alvöru.