Afsláttarkjör í boði fyrir félagsmenn

Um þessar mundir er Leikfélag Húsavíkur að hefja sýningar á Litlu Hryllingsbúðinni í Samkomuhúsinu á Húsavík. Félagsmönnum stéttarfélaganna bjóðast afsláttarkjör á sýninguna.

Forsendan er að félagsmenn komi við á Skrifstofu stéttarfélaganna áður en þeir fara í leikhúsið og fái afsláttarmiða hjá félögunum. Afslátturinn er ekki í boði komi menn eftir leiksýninguna.  Verð til félagsmanna er kr. 2.000,-. Einn miði er í boði fyrir hvern félagsmann sem fer á sýninguna.

 

Framsýn

Þingiðn

STH