Samið við Tjörneshrepp

Eins og fram hefur komið gekk Starfsgreinasamband Íslands, sem Framsýn á aðild að, frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir helgina. Í kjölfarið settust fulltrúar frá Framsýn og Tjörneshreppi við samningaborðið og kláruðu gerð kjarasamnins fyrir starfsmenn hreppsins. Viðræður höfðu þá staðið yfir með hléum í nokkrar vikur. Samningurinn er á svipuðum nótum og kjarasamningur SGS og sveitarfélganna. Þó eru að finna ákvæði varðandi launaröðun starfsmanna samkvæmt starfsmati sem kemur til með að koma vel út fyrir starfsmenn Tjörneshrepps. Tjörneshreppur var ekki með samningsumboðið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og því varð sveitarfélagið að semja sérstaklega við Framsýn um kjör starfsmanna. Báðir kjarasamningarnir fara í atkvæðagreiðslu á næstu dögum meðal starfsmanna. Þá mun Framsýn einnig boða til kynningarfunda um samningana.  Meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis á föstudaginn af fulltrúum Framsýnar og oddvita Tjörneshrepps þegar kjarasamningur aðila var undirritaður.