Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn á Íslandi sem birt var í vikunni. Karlar eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir, rúmlega 4.600 á móti 3.400 konum. Hlutfallslega munar þó litlu á atvinnuleysi kynjanna, það er 4,4 prósent meðal karla en 4,2 prósent meðal kvenna. Um 40 prósent allra atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar.
Atvinnuleysi minnkaði lítillega milli mánaða á Vestfjörðum en jókst alls staðar annars staðar á landinu. Langmest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 8,7 prósent. Minnsta atvinnuleysið er á Norðurlandi vestra, 1,8 prósent.
Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist í janúar, verði allt að 4,7 prósent.
Rúmlega 1.600 höfðu í síðasta mánuði verið án vinnu í meira en tólf mánuði, það er umtalsverð aukning milli ára því í lok desember 2018 höfðu rétt tæplega þúsund verið án vinnu í meira en tólf mánuði.
(Þessi frétt er tekin af ruv.is)