Fundur í stjórn Framsýnar á mánudaginn

Stjórn Framsýnar kemur saman til fyrsta stjórnarfundar á nýju ári mánudaginn 13. janúar kl. 17.00 í fundarsal félagsins. Mörg mál liggja fyrir fundinum til umræðu og afgreiðslu og er dagskráin því löng.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Áherslur félagsins 2020
  4. Sjúkrasjóður félagsins
  5. Erlendir félagsmenn-ljósmyndasýning
  6. Málefni Skrifstofu stéttarfélaganna
  7. Störf kjörnefndar félagsins
  8. Staðan í kjaraviðræðum
  9. Leikskólinn Grænuvellir-starfsmannamál
  10. Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks
  11. Niðurstaða Félagsdóms-viðbrögð sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum
  12. Endurskoðun á samningi um hvalaskoðun
  13. Endurskoðun á félagslögum
  14. Vinnustaðaheimsóknir
  15. Málefni Þorrasala
  16. Starfsemi Vinnumálastofnunnar
  17. Erindi frá Leikfélagi Húsavíkur
  18. Önnur mál
    1. Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar
    2. Bensín/olíuverð á Íslandi
    3. Dagbækur Framsýnar
    4. Aðalfundur Rifós hf.