Dagbækur í prentun

Því miður fengum við ekki dagbækurnar okkar í hús fyrir áramótin eins og til stóð samkvæmt munnlegu samkomulagi. Þær eru í prentun og fara væntanlega í póst norður til Húsavíkur í lok næstu viku. Við reiknum því með því að þær verði aðgengilegar félagsmönnum upp úr 13. janúar. Um leið og þær koma verða þær auglýstar á heimasíðunni en fjölmargir félagsmenn hafa komið við á skrifstofu stéttarfélaganna til að nálgast dagbók en gripið í tómt. Beðist er velvirðingar á því.