Ágætis veður hefur verið á Húsavík um jólahátíðina og fjölmargir notið veðursins með útiveru og þá er fastur liður í jólahaldi margra að vitja leiða ástvina í kirkjugarðinum um jólin. Meðfylgjandi myndir voru teknar í kirkjugarðinum á Húsavík á aðfangadag. Eins og sjá má er mikill snjór í garðinum eftir óveðrið síðustu vikurnar.