Félagsmenn Framsýnar fá jólaglaðning – hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sjómenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar, sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn, hafa samþykkt að hækka hámark einstaklingsstyrkja vegna náms/námskeiða og kynnisferða úr kr. 100.000 upp í kr. 130.000 á ári. Nýja reglan tekur gildi um næstu áramót. Uppsafnaður þriggja ára réttur hækkar úr kr. 300.000 í kr. 390.000. Hækkunin tekur gildi 1. janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst á nýju ári. Fjölmargir félagsmenn Framsýnar nýta sér á hverju ári styrki til náms eða námskeiða sem þeir sækja.

Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórn Fræðslusjóðsins Landsmenntar ásamt starfsmönnum. Stjórnin fundaði á fimmtudaginn og tók m.a. ákvörðun um að hækka styrki til félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum. Stjórnarformaður sjóðsins er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni.