Orðsending frá Velferðarsjóði

Velferðasjóður Þingeyinga biður ykkur um fjástuðning. Velferðasjóðurinn er sjóður okkar, til að styðja þá sem minna mega sín hér í Þingeyjarsýslum.

Sjóðurinn byggir eingöngu á frjálsum framlögum og því biðjum við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga, að láta fé af hendi rakna til þessara líknarmála.

Allt fé sem inn kemur rennur til að aðstoða nauðstadda hér á okkar svæði.

Bankareikningur okkar er 1110-05-402610

Kennitala er 600410-0670

Öll framlög eru vel þegin.

Um leið og við þökkum fyrir stuðning liðinna ára óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

fyrir hönd Velferðasjóðsins

sr.Örnólfur á Skútustöðum