Góðir skóla- og námskeiðsstyrkir til félagsmanna og fyrirtækja

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum styrkja fullgilda félagsmenn sem sækja námskeið eða stunda nám með vinnu. Styrkirnir koma frá fræðslusjóðum sem félögin eiga aðild að. Einnig er hægt að sækja til viðbótar um sérstaka námsstyrki frá félögunum sjálfum. Vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fyrirtæki og stofnanir á félagssvæðinu eiga einnig rétt á styrkjum til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sé vilji til þess meðal þeirra að standa fyrir eigin fræðslu innan fyrirtækja og/eða stofnanna.