Framsýn stéttarfélag stóð fyrir upplýsingafundi um málefni sjóðfélaga innan Lsj. Stapa í gær, mánudag. Fundurinn var mjög góður en vissulega má gagnrýna að fólk fylgist ekki almennt betur með sínum málum og mæti á fund sem þennan sem ætlað er að miðla upplýsingum til sjóðfélaga og svara fyrirspurnum um málefni sjóðsins. Á fundinum fóru forsvarsmenn Lsj. Stapa yfir réttindakerfi Stapa, lykiltölur úr rekstri og framvindu fjárfestingarstefnu auk þess sem komið var inn á aukið hlutverk fulltrúaráðs sjóðsins. Eins og segir í upphafi var fundurinn góður og lögðu fundarmenn fjölmargar spurningar fyrir frummælendur fundarins.