Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar síðasta mánudag var gengið frá kjöri á fulltrúum félagsins í samninganefnd Sjómannasambands Íslands sem fer með samningsumboð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Samninganefndin verður skipuð fulltrúum frá öllum aðildarfélögum sambandsins. Ákveðið var að Jakob Gunnar Hjaltalín verði aðalmaður í samninganefndinni fh. Sjómannadeildar Framsýnar og Aðalsteinn Árni verði varamaður.
Sjómannadeild Framsýnar hafði áður samþykkt að fela Sjómannasambandinu samningsumboð félagsins. Þá hafði Framsýn einnig áður mótað kröfugerð sjómanna innan Framsýnar sem þegar hefur verið komið á framfæri við Sjómannasamband Íslands.