Jóla- og áramótaúthlutun orlofsíbúða

Félagsmenn sem ætla að sækja um dvöl í orlofsíbúðum stéttarfélaganna í Reykjavík/Kópavogi og á Akureyri um jól og áramót eru beðnir um að skila inn umsóknum fyrir 4. nóvember nk. á skrifstofu stéttarfélaganna. Einnig er hægt að sækja um með því að senda skilaboð á netfangið linda@framsyn.is. Í kjölfarið verður íbúðunum úthlutað til félagsmanna. Í boði eru 8 íbúðir.

Framsýn
Þingiðn
Starfsmannafélag Húsavíkur