Afhending Furulundar 11E fór fram í gær

Framsýn stéttarfélag fékk sjúkra- og orlofsíbúð félagsins á Akureyri afhenda í gær. Íbúðin er í Furulundi 11 E og er 106 m2. Á næstu dögum munu málarar, smiðir og rafvirkjar gera smá lagfæringar á íbúðinni áður en hún fer í útleigu. Ekki er alveg vitað hvenær það verður en íbúðin verður í síðasta lagi komin í útleigu til félagsmanna í byrjun nóvember, hugsanlega um miðjan október.

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar tók við lyklunum af fyrrum eiganda Hermanni Haraldssyni.