Framsýn kallar eftir kröfum sjómanna

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur samþykkt að veita Sjómannasambandi Íslands fullt umboð til kjarasamningsgerðar fh. sjómanna sem eru innan Sjómannadeildar Framsýnar.

 Umboð þetta nær til gerðar kjarasamnings og viðræðuáætlunar fh. Framsýnar stéttarfélags vegna kjarasamnings Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem rennur út 1. desember 2019.

 Sjómannadeild Framsýnar hefur ákveðið að kalla eftir kröfum sjómanna sem komið verður á framfæri við Samninganefnd Sjómannasambands Íslands um leið og þær liggja fyrir. Frestur til að skila inn tillögum er til 24. október n.k. Hér með er skorað á sjómenn innan Framsýnar að senda sínar kröfur á netfangið kuti@framsyn.is