Skilafrestur vegna umsókna úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna fyrir ágúst mánuð

Vegna sumarleyfa á skrifstofu stéttarfélaganna eru umsækjendur um styrki eða sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóðum Framsýnar og Þingiðnar beðnir um að skila inn umsóknum fyrir 20. ágúst vilji þeir fá endursgreiðslur frá félögnum í lok ágúst. Annars koma greiðslurnar ekki til framkvæmda fyrr en í lok september. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu stéttarfélaganna.