Ljósmyndasýning á Mærudögum

Framsýn stóð fyrir ljósmyndasýningu á Mærudögum og fór hún fram í Þröskuldi, litla fundarsalnum á efri hæð Garðarsbrautar 26. Sýningin var helguð verkakonunum í Von og myndirnar lýsa vel vinnuaðstöðu og aðbúnaði verkafólks frá stofnun Verkakvennafélagsins árið 1918 og fram eftir síðustu öld. Það var afar ánægjulegt hversu margir lögðu leið sína í Þröskuld, en um 100 gestir sóttu sýninguna heim og gáfu sér tíma til að spá og spjalla yfir kaffi og meðlæti. Myndirnar voru unnar í samstarfi við Pétur Jónasson ljósmyndara og hefur þeim verið valinn áframhaldandi staður í Þröskuldi, en salurinn er tileinkaður baráttu Vonarkvenna.

Eftirfarandi myndir eru af gestum sýningarinnar. Þær voru teknar af Ósk Helgadóttur, varaformanni Framsýnar sem hélt um stjórnartaumanna á sýningunni ásamt öðru stjórnarfólki Framsýnar.