Fegurð og kyrð í Loðmundarfirði

Allt er víst breytingum háð og margvíslegar ástæður liggja að baki því að byggð legst af á stöðum sem virðast þó á flestan hátt byggilegir. Einn síkra staða er Loðmundarfjörður, eyðifjörður á milli Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðar. Samfélagsbreytingar hafa líklega átt mestan þátt í því að byggð lagðist af í þessum búsældarlega firði laust fyrir 1970, því þá rétt eins og gerist enn í dag sótti fólk úr hinum dreifðu byggðum landsins í auknum mæli til þéttbýlisstaðanna í leit að menntun og nýjum tækifærum.

En þótt fólkið hafi flutt burtu og allt hafi hljóðnað, öðlast staðir eins Loðmundarfjörður oft nýtt gildi og er hann í dag vinsæll áfangastaður göngufólks og annarra ferðalanga. Fábreytileikinn sem áður ýtti undir brottflutning íbúanna er í dag orðinn eftirsóknarverður í augum margra og nú liggja verðmæti þessa fallega staðar í náttúrunni, í kyrrðinni. Yfirgefin hús, tóftarbrot og framræstar mýrar segja söguna að því að nútíminn hafi næstum því hafið þar innreið sína.

Varaformaður Framsýnar Ósk Helgadóttir dvaldi í lok júnímánaðar nokkra daga í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði og naut kyrrðarinnar og undursamlegrar náttúru þessarar fallegu eyðibyggðar. Heimasíða Framsýnar fékk nokkrar myndir hjá Ósk til birtingar frá þessari einstöku náttúruperlu:

Kirkjan á Klyppstað var byggð 1895 og er nú unnið að endurbótum á kirkjugólfinu og sökklinum undir kirkjunni. Það er mesað á Klyppstað einu sinni á sumri.

Á Sævarenda er stórt æðarvarp og búsetuúrræði kollanna sem byggja varpið fjölbreytt og skemmtilega útfærð.