Ljósmyndasýning á Mærudögum

Framsýn stendur fyrir ljósmyndasýningu á Mærudögum að Garðarsbraut 26, efri hæð. Það er fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Til sýnis verða gamlar ljósmyndir af verkakonum við störf, það er frá tíma Verkakvennafélagsins Vonar fyrri hluta síðustu aldar. Um er að ræða virkilega áhugaverðar myndir sem lýsa atvinnuháttum vel frá þessum tíma.

Ljósmyndasýningin verður opin frá kl. 13:00 til 18:00 laugardaginn 27. júlí. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og boðið verður upp á kaffi, aðra drykki og tertu.
Framsýn stéttarfélag