Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar afhendi starfsmönnum félagsins blómvönd á aðalfundinum með þakklæti fyrir störf þeirra í þágu félagsmanna um leið og hún lýsti yfir mikilli ánægju með könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þar sem fram kæmi að viðhorf félagsmanna til Framsýnar væri með miklum ágætum ekki síst til starfsmanna sem þyrftu daglega að sinna krefjandi störfum. Í könnuninni kæmi fram að 99% félagsmanna væru ánægðir með viðhorf starfsmanna félagsins sem væri afar ánægjuleg niðurstaða. Starfsmenn þökkuðu að sjálfsögðu fyrir sig og fallegar kveðjur frá aðalfundargestum.