Öflugur trúnaðarmaður í Dalakofanum

Elín Hólmfríður Gunnlaugsdóttir hefur verið tilnefnd sem trúnaðarmaður starfsmanna í Dalakofanum í Reykjadal og bætist hún í hóp yfir 30 trúnaðarmanna á félagssvæði Framsýnar. Formaður Framsýnar heilsaði upp á hana í vikunni ásamt því að eiga samtal við rekstraraðila Dalakofans. Það var að sjálfsögðu létt yfir öllum enda veðrið búið að vera ágætt síðustu daga og töluverð umferð ferðamanna um svæðið.