Töluvert hefur verið um beiðnir til Framsýnar um fræðslu frá stofnunum, fyrirtækjum og skólum um kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Fulltrúar frá félaginu hafa verið beðnir um að kynna kjarasamninga og réttindi fólks á vinnumarkaði. Nýlega var t.d. kynning fyrir unga starfsmenn sem eru um þessar mundir að hefja störf á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og á Hvammi, heimili aldraðra og eru þessar myndir teknar við það tækifæri.