Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stéttarfélag stendur fyrri árlegu kaffiboði í Kaupfélaginu á Raufarhöfn föstudaginn 31. maí frá klukkan 15:00 til klukkan 17:00. Boðið verður upp á heimsins besta kaffi, Svala fyrir börnin og tertur frá Kvenfélagi Raufarhafnar.

Sjáumst hress á Raufarhöfn og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Hér má sjá myndir frá kaffiboðinu árið 2017.