Leiðtogafundur á skrifstofu stéttarfélaganna

Þessir miklu áhrifamenn í Þingeysku samfélagi, þeir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings og Aðalsteinn J. Halldórsson oddviti Tjörneshrepps, náðust saman á mynd á skrifstofu stéttarfélaganna. Ekki er vitað hvað þeir voru að sýsla en mjög svo lauslegar heimildir herma að ekki sé ólíklegt að þessi tvö fjölmennu og öflugu sveitarfélög komi til með að sameinast á næstu árum eða jafnvel á næstu öld og leiðtogarnir hafi verið að ræða aðlögun að því ferli. Tíminn einn mun leiða það í ljós hvort það gangi eftir en leiðtogarnir vörðust allra frétta af fundinum.