Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn funduðu með talsmönnum Samtaka atvinnulífsins og PCC í gær um sérkjarasamning aðila fyrir starfsemi PCC á Bakka. Samningurinn rann út um síðustu áramót, frá þeim tíma hafa samningsaðilar hist reglulega til ræða kröfur stéttarfélaganna um breytingar á núverandi samningi. Viðræðurnar þokuðust áfram í gær og verður fundarhöldum haldið áfram á næstu dögum. Stéttarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að klára viðræðurnar í maí, ef ekki þurfi félögin að fara að huga að frekari aðgerðum til að knýja á um gerð sérkjarasamnings milli aðila.
Stéttarfélögin leggja mikið upp úr því að klára gerð sérkjarasamnings við PCC í þessum mánuði.