Hátíðargestum boðið á sýningu um konur í landkönnun

Öllum gestum 1. maí hátíðar stéttarfélaganna er boðið á opnun sumarsýningar Könnunarsafnsins í Hlöðufelli, en sýningin fjallar um konur í landkönnun og opnar formlega þegar dagskrá er lokið í höllinni. Rauði miðinn sem menn fá á hátíðarhöldunum  gildir sem aðgöngumiði í safnið, bæði 1. maí og alla vikuna á eftir. Sýningin heitir Óttalausar eða Fearless Females á ensku og segir frá hugrökkum konum sem ruddu brautina fyrir kynsystur sínar í landkönnun og vísindum, allt frá 17. öld og fram á okkar daga.  

Höfundar sýningarinnar eru þrjár ungar konur, Loïsà Vernieres frá Frakklandi, Sarah Brown frá Bandaríkjunum og Anna-Lena Winkler frá Þýskalandi. Sýningin verður opin til 20. október.