Allir í höllina 1. maí 2019 – glæsileg hátíð framundan

Það verður mikið fjör í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí. Að venju bjóða stéttarfélögin upp á veglega dagskrá. Baráttukonan Ásdís Skúladóttir leikstjóri og einn stofnenda Gráa hersins flytur hátíðarræðu dagsins, enda dagurinn tileinkaður baráttu eldri borgara. Söngfélagið Sálubót syngur nokkur lög undir stjórn Jaan Alavere. Eyþór Ingi og Guðni Ágústsson sjá um grín og gamanmál og að sjálfsöðu mun Eyþór Ingi einnig taka nokkur lög ásamt meðlimum úr Stjórninni, þeim Siggu Beinteins og Gretari Örvarssyni.

Hátíðardagskrá 1. maí 2019
Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2019 kl. 14:00.

Dagskrá: 

Ávarp: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags

Hátíðarræða: Ásdís Skúladóttir leikstjóri og einn stofnenda Gráa hersins.

Söngur og tónlist: Söngfélagið Sálubót ásamt hljómsveit taka nokkur lög. Stjórnandi Jaan Alavere

Söngur og grín: Eyþór Ingi Gunnlaugsson eftirherma og einn af fremstu söngvurum landsins tendrar fram fallegan söng auk þess að herma eftir þjóðþekktu fólki.

Grín: Guðni Ágústsson er einn heitasti grínistinn um þessar mundir. Hann verður á svæðinu í sínu besta formi.

Söngur: Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir úr Stjórninni spila og syngja þekkt dægurlög.

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2019. Í ár verða hátíðarhöldin á Húsavík tileinkuð baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum og jöfnuði í þjóðfélaginu. Hver vill ekki lifa áhyggjulausu æfikvöldi?

Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur – Þingiðn, félag iðnaðarmanna