Við viljum minna á orlofskostinn sem er hús Framsýnar á Illugastöðum. Hægt er að leigja húsið allt árið, en á sumrin er það leigt út í viku í senn. Frá 1. september til 30. apríl sér Jón Þórir Óskarsson á Illugastöðum um að leigja bústaðinn en frá 1. maí til 30. september er útleigan í höndum Skrifstofu stéttarfélaganna.
Vert er að minna á að allan maí verður ekki vikuleiga á húsinu nema fólk kjósi það og því hægt að fá húsið leigt í einn sólarhring eða lengur.